Moodle gefur notendum kost á því að stilla hvort og hvernig þeir vilja fá tilkynningar (í sprettiglugga og/eða í netpósti).

Athugið að ef eru fleiri en einn kennari á námskeiði þá þarf hver og einn að gera þetta fyrir sig þar sem þessar tilkynningar eru persónulegt val hvers og eins.

Þessar persónulegu stillingar gilda allsstaðar innan Moodle óháð námskeiðum.

Hér er sýnt hvernig kennarar geta slökkt á tilkynningum sem þeir fá þegar nemendur skila verkefnum í Turnitin skilahólfið, sem var búið til með viðbótinni Turnitin Assignment 2.

Byrjaðu á því að opna Moodle og skrá þig inn. Efst í hægra horni er nafnið þig og mynd. Smelltu á öfuga þríhyrninginn til hliðar við myndina. Þá kemur fellivalmynd. Veldu þar Stillingar.

Veldu Kjörstillingar tilkynninga sem er níundi valmöguleikinn undir Stillingar - Notandaaðgangur

Eftir að þú hefur valið Kjörstillingar tilkynninga, færðu upp langa valmynd af allskonar Moodle tilkynningastillingum sem þú getur stillt fyrir þig.

Skrollaðu niður þar til þú finnur Turnitin Assignment 2.

Þar færðu upp þrjá valmöguleika varðandi stillingar en það eru:

  1. Turnitin Assignment Digital Receipt notifications
  2. Turnitin Assignment Non Submitter notifications
  3. Turnitin Assignment Instructor Digital Receipt notifications

Þarna hefur þú val um að kveikja á eða slökkva á að fá sendar tilkynningar sem varða þessa þrjá þætti.

Ef þú vilt ekki fá tilkynningar þegar nemendur skila verkefnum,þarftu að slökkva á þriðja og neðsta þættinum:

Turnitin Assignment Instructor Digital Receipt notifications.

Þú smellir á græna táknið þar sem stendur On og breytir því í Off. Liturinn breytist þá í rauðan.

Getur verið óvitlaust að breyta öllum þremur valmöguleikunum.