Ljósmynd tekin í fyrirlestrarsal í skoskum háskóla

Ritstuldur er 63% af misferli nemenda í breskum háskólum

In Ritstuldur by Sigurbjörg Jóhannesdóttir

Fjöldi nemenda sem hafa verið staðnir að svindli í breskum háskólum hefur þrefaldast á þremur árum. Tölfræði sem var safnað frá 24 háskólum sýna að tilfellum þar sem háskólarnemar verða uppvísir að misferli í námi jókst um 40% frá skólaárinu 2014-15 til 2016-17.

Skólaár Misferli Ritstuldur
2014-2015 2.640 1.689
2015-2016 3.176 2.036
2016-2017 3.721 2.284

Á þessum þremur skólaárum voru nemendur í þessum 24 bresku háskólum uppvísir að samtals 9.537 misferlismálum, af þeim voru 6.009 tengd ritstuldi. Það þýðir að 63% af öllum misferlismálum nemenda eru tengd ritstuldi.

Sjá nánar um þetta í frétt frá Sarah Marsh í Guardian 29. apríl; Cheating at UK’s top universities soars by 40%:  https://www.theguardian.com/education/2018/apr/29/cheating-at-top-uk-universities-soars-by-30-per-cent

og frétt frá Róbert Jóhannssyni 30. apríl 2018 á Fréttastofu RÚV; Bretar hafa áhyggjur af svindli í háskólum: http://www.ruv.is/frett/bretar-hafa-ahyggjur-af-svindli-i-haskolum