Stuðningur

Kennarar og nemendur sem óska eftir aðstoð við notkun Turnitin geta leitað til umsjónaraðila Turnitin í sínum skóla. Þetta á við bæði innan námsumsjónarkerfa og utan þeirra.

 

Umsjónaraðilar Turnitin í skólunum geta haft samband við umsjónarðila eða admin skólaaðgangs, til að fá svarað spurningum, fá fræðslu og þann stuðning sem þeir þarfnast til að geta aðstoðað sitt fólk. 

Skólinn þinn

Hér að neðan eru upplýsingar um hver veitir aðgang að Turnitin Feedback Studio innan hvers skóla, hvaða námsumsjónarkerfi er notað í skólanum og hvaða viðbætur (e. plugins) eru virkar í því.

Hilma Gunnarsdóttir

Umsjón skólaaðgangs

Hilma Gunnarsdóttir
Upplýsinga- og bókasafnsfræðingur
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Netfang: hilma@landsbokasafn.is
Sími: 525-5739

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur umsjón með Skólaaðgangi íslenskra háskóla og framhaldsskóla að Turnitin feedback studio.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitti safninu heimild til að semja við Turnitin fyrirtækið fyrir hönd ráðuneytisins um aðgang skólanna að feedback studio.

Hilma hefur yfirumsjón með Skólaaðganginum og annast fræðslu um hugbúnaðinn fyrir skólana. Hægt er að leita til hennar með spurningar um samninginn og réttindi skólanna. 

Sigurbjörg Jóhannesdóttir

kerfisstjórn skólaaðgangs

Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Verkefnastjóri fjarnáms og stafrænnar kennslu
Menntavísindasvið og kennslusvið Háskóla Íslands
Netfang:  sigurbjorg@hi.is

Kennslusvið Háskóla Íslands sér um aðgangsstýringu fyrir Feedback Studio og vefstjórn á þessum upplýsinga- og fræðsluvef um forritið.

 

Sigurbjörg er umsjónaraðili fyrir Skólaaðganginn og sér um að veita skólum aðgang að Turnitin og að veita einni persónu hvers skóla réttindi umsjónaraðila.

Umsjónaraðilar skólanna geta haft samband við Sigurbjörgu ef þeir hafa  einhverjar spurningar um aðgang skólans. Einnig er þeim sem sjá um fræðslu um feedback studio velkomið að hafa samband ef þá vantar upplýsingar eða ráð. 

 

 

Hægt er að senda fyrirspurnir um Turnitin feedback studio í tölvupósti á turnitin@hi.is. Ef upp koma vandamál í Turnitin í Innu verður að setja málið í ferli innan viðkomandi skóla og fylgja þeim samskiptareglum sem gilda um Skólalausnir hjá Advania. 

 

Ef upp koma tæknileg vandamál er best að byrja á að skoða stuðningsborð Turnitin og sjá hvort svarið sé að finna þar. Ef ekki, og vandamálið tengist notkun feedback studio í gegnum vefsvæði Turnitin.com eða námsumsjónarkerfin Moodle og Canvas er best að byrja á að hafa samband við umsjónaraðila viðkomandi skóla. Hann getur í framhaldinu sent tölvupóst á  turnitin@hi.is eða sent inn beiðni til stuðningsborðs Turnitin.