Mynd af emaili frá Turnitin þar sem þeir segja að uppfærslu sé lokið frá 22. september 2018

Eðlileg notkun á Feedback Studio eftir uppfærsluna 22. september 2018

In Staðan á Turnitin, Turnitin by Sigurbjörg Jóhannesdóttir

Turnitin auglýsti með löngum fyrirvara að kerfið myndi liggja niðri 22. september 2018 vegna þess að þeir væru að vinna í því að uppfæra það og laga. Það var því vitað að á þessum degi gætu nemendur ekki skilað verkefnum og kennarar ekki farið farið yfir þau. Klukkan 21:00 22. september lét Turnitin vita að uppfærslunni væri lokið og eðlileg notkun á Feedback Studio gæti hafist á ný.

Ég mæli með að kennarar sem eru að nota Turnitin og umsjónaraðilar skóla fylgi Turnitin Status (@TurnitinStatus) á Twitter til að fylgjast með stöðu kerfisins hverju sinni, skrái sig á póstlista sem heitir Turnitin status Email alerts. Auk þess sem þeir geta fylgst með stöðu kerfisins á vefslóðinni http://turnitin.status.io/, þ.e. allt undir Turnitin en ekki undir TurnitinUK eða iThenticate.