Umsjón með landsaðgangi

íslenskra háskóla og framhaldsskóla að Turnitin

Umsjón


Hilma Gunnarsdóttir
Upplýsinga- og bókasafnsfræðingur
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Netfang: hilma@landsbokasafn.is
Sími: 525-5739


Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafnið er með umsjón með Landsaðgangi íslenskra háskóla og framhaldsskóla að Feedback Studio.

Safnið er með umboð frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að gera samninga við Turnitin fyrirtækið fyrir þess hönd varðandi aðgang skólanna að ritskimunar-, endurgjafa- og jafningjamatsforritinu Feedback Studio.

Hilma hefur umsjón með Landsaðganginum, sér um fræðslu varðandi hugbúnaðinn til skólanna og hægt er að leita til hennar með spurningar varðandi samninginn og réttindi skólanna. 

Aðgangsstýring


Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Kennsluráðgjafi
Háskóli Íslands
Netfang: sigurbjorg@hi.is
Sími: 525-4966


Kennslusvið Háskóla íslands sér um aðgangsstýringu vegna Feedback Studio og vefstjórn á þessum upplýsinga- og fræðsluvef fyrir forritið.

Sigurbjörg er administrator fyrir Landsaðganginn og hefur það hlutverk að veita skólum aðgang að Landsaðganginum og veita einum aðila innan hvers skóla administrator réttindi. Upplýsingar um hverjir eru administratorar er að finna undir hverjum skóla fyrir sig.

Skólameistarar bera ábyrgð á því að láta Sigurbjörgu vita þegar verða breytingar á þeim sem eru með admin réttindi, sjá um fræðslu fyrir Feedback Studio og annað sem tengist aðgangi skólanna.

Kennarar þurfa að vita hverjir eru með admin að Feedback Studio í sínum skóla. Hver það er sem sér um fræðslu fyrir kennara skólans. Við hvern á tala ef koma upp vandamál tengd notkun forritsins eða þeirri viðbót sem er verið að nota.

Ef eru spurningar um Feedback Studio, kennarar vilja læra betur á forritið eða vandamál koma upp þá hafa kennarar samband við sinn umsjónaraðila. 

Administratorar skólanna geta haft samband við Sigurbjörgu ef þeir eru með spurningar varðandi aðgang skólans. Þeir sem sjá um fræðslu fyrir Feedback Studio í skólunum er velkomið að hafa samband ef þeir eru með spurningar eða vantar ráðleggingar. 

Ef koma upp tæknileg vandamál þá er best að byrja á að skoða stuðningsborð Turnitin og sjá hvort að svarið sé þar að finna. Ef ekki og vandamálið tengist notkun Feedback Studio í gegnum vefsvæði Turnitin.com eða í gegnum námsumsjónarkerfin Moodle og Canvas þá er hægt að senda inn beiðni til stuðningsborðs Turnitin um að skoða vandamálið.

Ef að vandamálið tengist notkun Feedback Studio í gegnum kennslukerfi Innu þá eru framhaldsskólarnir með samning við Advania vegna Innu og Turnitin LTI plugins sem Advania smíðaði. Það er ferli innan framhaldsskólanna til að fá aðstoð frá Advania. Hafið samband við ykkar administrator til að fá upplýsingar um það.