Stuðningur
Hvar færðu stuðnng
Umsjón í skólum
Umsjón Skólaaðgangs
Nemendur
Nemendur eiga að hafa samband við sinn kennara, þe. þann sem er með Turnitin skilahólfið.
Kennarar
Kennarar eiga að hafa samband við Turnitin umsjónaraðila innan síns skóla.
Umsjónarmenn
Umsjónarmenn Turnitin í skólunum geta haft samband við umsjónaraðila skólaaðgangs, til að fá svarað spurningum, fá fræðslu og þann stuðning sem þeir þarfnast til að geta aðstoðað sína kennara.
Annað
Það er hægt að senda fyrirspurnir vegna Turnitin Feedback Studio í tölvupósti á turnitin@hi.is. Ef koma upp vandamál í Turnitin í Innu verður að setja málið í feril innan framhaldsskólans sem um ræðir og þeim samskiptareglum sem gilda varðandi Skólalausnir hjá Advania.
Ef koma upp tæknileg vandamál þá er best að byrja á að skoða stuðningsborð Turnitin og sjá hvort að svarið sé þar að finna. Ef ekki og vandamálið tengist notkun Feedback Studio í gegnum vefsvæði Turnitin.com eða í gegnum námsumsjónarkerfin Moodle og Canvas þá er best að byrja á að hafa samband við admin síns skóla sem getur í framhaldinu sent tölvupóst á turnitin@hi.is eða sent inn beiðni til stuðningsborðs Turnitin.
Vantar þig að vita til hverra þú getur leitað í þínum skóla varðandi aðgang, stuðning og fræðslu varðandi Turnitin Feedback Studio.
Veistu kannski ekki hvaða námsumsjónarkerfi þinn skóli notar Turnitin með eða hvaða viðbætur (e. plugins) eru virkar í því námsumsjónarkerfi í þínum skóla?
Hér fyrir neðan getur þú fundið þinn skóla og fengið þessar upplýsingar.
Hilma Gunnarsdóttir
Upplýsinga- og bókasafnsfræðingur
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Netfang: hilma@landsbokasafn.is
Sími: 525-5739
Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Verkefnastjóri fjarnáms
og stafrænnar kennslu
Menntavísindasvið og kennslusvið
Háskóli Íslands
Netfang: sigurbjorg@hi.is