Skólaaðgangur íslenskra háskóla og framhaldsskóla

Íslensku háskólarnir og framhaldsskólarnir eru með aðgang að forritum frá Turnitin til að ritskima texta, veita endurgjöf og nota jafningjamat. 

Allir skólarnir nota forritið Feedback Studio sem viðbót við námsumsjónarkerfin sín; Canvas LMS, Moodle, Innu og Námskerfið. 

 

Allir skólar sem eru tengdir við Menntaský og Menntaskólinn á Laugarvatni eru með aðgang að Similarity viðbót við forritið Teams, sem kennarar geta notað þegar þeir búa til “Class” og verkefni inni í því. 

 

 Tveir háskólar Háskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst nota einnig Similarity viðbót við prófakerfið Inspera. 

 

Þá hafa kennarar í þessum skólum aðgang að forritinu Feedback Studio í gegnum vefsvæði á https://turnitin.com og snjalltæki með iOS stýrikerfi. 

Kennarar virkja ritskimunina í verkefnaskilahólfum

Kennarar virkja Turnitin viðbætur inni verkefnaskilahólfum í námsumsjónarkerfum sem þeir nota, Teams og Inspera. Þegar nemendur skila síðan inn verkefnum og prófum, þá gefur forritið Feedback Studio upplýsingar um hversu hátt hlutfall samsvörunar er við áður birtan texta og einnig hversu hátt hlutfall textans gæti mögulega verið skrifað með risamállíkani (gervigreind)*.

 

 

Þegar smellt er á hlutfall samsvörunar inni í námsumsjónarkerfinu þá opnast verkefnið inni í Feedback Studio. Textinn sem er samsvörun við litast og fær númer, þannig að hægt er að sjá hvaðan hann kemur. 

 

 

* Á bara við um texta á ensku.

Á þessari skjámynd má sjá að það hefur opnast dálkur hægra megin við tólastikuna og þar er listi yfir það efni sem hefur fundist samsvörun við í skjalinu. Tölur inni í skjalinu og litir vísa til talna og lita í þessum lista hér.