fræðsluefni

fyrir notkun turnitin í canvas

með viðbótinni Plagiarism Framework

Hér er markhópaskipt fræðsluefni fyrir notkun Turnitin inni í Canvas með viðbótinni Plagiarism Framework. Þú virkjar þessa Turnitin viðbót inni í Canvas verkefnaskilahólfi. Með því að gera það verða skilaverkefni nemenda ritskimuð. Í SpeedGrader getur þú séð samsvörunarhlutfall og með því að smella á hlutfallið/litaða kassann þá opnar þú verkefnið í Turnitin og getur skoðað þar hvar samsvörunin liggur. Það er ekkert sem heitir góð eða vond prósenta. Það þarf alltaf að skima textann og merkingar samsvörunar. Við höfum hér á Íslandi dæmi um 4% samsvörun sem var ritstuldur og 42% sem var í fínu lagi.

Athugaðu að með viðbótinni Plagiarism Framework í Canvas ertu eingöngu ritskimunarhluta Turnitin.  Í dag ertu með aðgang að endurgjafaverkfærunum í Feedback Studio þegar þú skoðar samsvörunina í Turnitin. Passaðu þig samt á að nota þau ekki, þe. þau vinna ekki með Canvas og ef þú notar þau þarftu að færa upplýsingar handvirkt á milli kerfanna. Í öllum tilfellum þegar þú notar þessa viðbót, notaðu þá SpeedGrader í Canvas fyrir endurgjöfina.

Til að skoða fræðsluefnið veldu hér fyrir neðan hvaða markhópi þú tilheyrir svo þú finnir fræðsluefnið sem þú ert að leita að.

uppfærslur á viðbótinni

Upplýsingar frá Turnitin um uppfærslur á viðbótini Plagiarism Framwork fyrir Canvas

https://help.turnitin.com/release-notes/canvas/canvas-plagiarism-framework-release-notes.htm