STM209f Námsmat og skipulag


Rafræn tæki og tól til námsmats og endurgjafar



Í Stefnu HÍ um gæði náms og kennslu 2018-2021 kemur fram stuðla eigi að notkun upplýsingatækni sem styður við gæði náms, eykur virkni nemenda í námi og bætir endurgjöf til nemenda.

Kerfin sem Háskóli Íslands notar

Canvas

Verkefni, próf, umræður

VERKFÆRIN

Endurgjöf, matskvarðar, umsagnir, videoumsögn, jafningjamat, umræðumat

Canvas vefur !

Feedback Studio

Ritgerðir, textaverkefni

Verkfærin

Ritskimun, endurgjöf, námsmatskvarðar, umsagnabanki, hljóðumsögn og jafningjamat

Turnitin vefur

Inspera

Próf

Verkfærin

Lokuð próf, 21 spurningategund, endurgjöf

Inspera vefur !

Teams

Verkefni, skjöl

Verkfæri

Umræður, mikið úrval appa t.d. prófa

Leiðbeiningar frá UTS !

Fleiri kerfi fyrir minni skrifleg próf og quiz eru til dæmis Microsoft Forms, Google Forms, Socrative, Kahoot og Mentimeter. Kerfi sem hægt er að  nota fyrir munnleg próf eru til dæmis Zoom og Calls í Teams.


Veist þúHvaða kerfi vinna saman?


Verið er að forrita viðbót fyrir Inspera inn í Canvas. Það þýðir að nemendur fara inn í Canvas til að taka próf í Inspera. Einkunn á líka að skila sér inn í einkunnabókina en þar eru raunar smá vandamál sem á eftir að leysa úr.

Canvas býður upp á tvær Turnitin viðbætur External tool (LTI) og Plagiarism framework. Hér er slóð á matrix frá Turnitin til að sjá hver munurinn er. Þú getur á auðveldan hátt búið til skilahólf í Canvas og tengt Turnitin við það til að ritskima textann. Önnur viðbótin gerir ráð fyrir að þú nýtir SpeedGrader í Canvas fyrir endurgjöfina en hin að þú notir endurgjafaverkfærin í Feedback Studio.

Inspera og Turnitin geta ekki tengst.

Canvas býður upp á að hægt sé að tengja á auðveldan hátt önnur forrit (viðbætur) þar inn, sem auðveldar utanumhald námskeiða þar sem allt er aðgengilegt frá einum stað.


Á ég að notapróf í Inspera eða Canvas?


Hér spjalla saman Matthías Sigurður Magnússon, Kristbjörg Olsen og Sigurbjörg Jóhannesdóttir um prófin í Inspera og Canvas. Það kemur m.a. fram að Inspera býður upp á lokað prófaumhverfi og er með fleiri spurningategundir en Canvas. Inspera er einnig sérhæft prófakerfi meðan prófakerfið í Canvas er hluti af námsumsjónarkerfi.



Spjall umEndurgjöf fyrir próf í Inspera inni í Canvas


Hér spjalla saman Matthías Sigurður Magnússon, Kristbjörg Olsen og Sigurbjörg Jóhannesdóttir um endurgjöfina fyrir próf í Inspera þegar verður komið inn í Canvas. Það er margt óljóst enn svo þetta er meira svona almennt spjall um hvort væri hægt eða sniðugt að nýta Speedgrader í Canvas fyrir endurgjöfina. Kristbjörg mælir með að nota sama verkfæri til endurgjafar og prófið er í. Þá kemur í ljós að Inspera býður ekki upp á rúbriku í sínum endurgjafatólum.



Hvaða möguleikar eru í boði í Canvas varðandi námsmat og endurgjöf


Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Kristbjörg Olsen á kennslusviði Háskóla Íslands ræða um hvaða möguleika Canvas býður upp á varðandi námsmat og endurgjöf.



Spjall um muninn á að nota Socrative og prófahluta Canvas í kennslu


Hér spjalla Sigurbjörg Jóhannesdóttir  og Kristbjörg Olsen um muninn á að nota prófahluta Canvas eða Socrative í kennslu


How do you use Feedback Studio?

If you want to find resources in English, Turnitin Help is the webpage for you. You start picking the Learning management system you are working in, then you choose what plugin your school is using and finally if you need help as an admin, a teacher or a student. If you don´t know what plugin University of Iceland is using check it here.

Get help in English !

Notkun turnitin í Háskóla Íslands 2019



Fjöldi skila
0
í Turnitin

Fjöldi skila sem fékk
0
endurgjöf

Fjöldi
0
KENNARA

Fjöldi
0
Nemenda


SPURNINGAR OG SVÖR



Kennarar Háskóla ÍslandsNýttu þér endurgjöf með Feedback Studio


Það sem nemendur við Háskóla Íslands kalla einna mest eftir er aukin endurgjöf kennara á próf og verkefni. Feedback Studio getur nýst kennurum afar vel í þeim tilgangi. Með markvissri endurgjöf getum við aukið ánægju nemenda með nám og kennslu við háskólann.Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála HÍ
Customer

Feedback Studio býður upp á frábær verkfæri til endurgjafar, m.a. hraðumsagnabanka, matslista, matsgrindur, blöðrutexta, yfirstrikun, texta inn í skjöl ásamt bæði skriflegum og munnlegum heildarumsögnum.Sigurbjörg Jóhannesdóttir, kennslufræðingur HÍ
Customer