Leiðbeiningarnar miðast við að verkefninu hafi verið skilað inn i Turnitin skilahólf í gegnum Moodle.

Leiðbeiningar fyrir nemendur varðandi hvar er hægt að finna verkefni samnemenda sem maður ætlar að meta.

Þú byrjar á því að fara inn í Turnitin verkefnaskilahólfið þitt í Moodle (þetta er sama hólf/sami tengill þar sem þú skilaðir verkefninu þínu).


Þú skrollar niður og finnur Peermark Assignments, þar smellir þú á græna táknið hægra megin fyrir ofan.


Þá kemur upp gluggi sem heitir PeerMark Reviews, þar smellir þú á Write Reviews og velur þar Start að review. Sjá mynd.


Þá kemur upp gluggi þar sem er sagt frá því að PeerMark (jafningjamat Turnitin) sé að hlaðast upp. Þetta getur tekið smá tíma svo þú þarft kannski aðeins að bíða.


Þá opnast í PeerMark vefsíða þar sem þú færð upp fyrsta verkefnið frá samnemenda til að meta. Verkefnið er vinstra megin á skjánum og spurningar í dálk hægra megin. Hér er dæmi um hvernig síðan lítur út. Þú lest yfir verkefnið, svarar spurningunum og getur gert athugasemdir inni í textanum.


Til að gera athugasemdir inni í verkefninu, þá velur þú texta, orð eða setningu sem þú vilt skrifa við og smellir með músinni. Þá opnast blöðruverkfæri, þar sem þú færð upp textaritil sem þú getur skrifað inn í.


Mælt er með að þú vistir alltaf öðru hverju með því að smella á takkann Save fyrir ofan spurningarnar.


Þegar þú ert búin(n) með yfirferðina þá sendir þú verkefnið inn með því að smella á Submit


Til að meta næsta verkefni þarftu að byrja aftur á byrjuninni, þe. fara inn í verkefnaskilahólfið og smella á græna táknið fyrir ofan hægra megin.


Þá opnast glugginn PeerMark Reviews


Til að byrja á yfirferð á næsta verkefni þarftu að smella á Write Reviews og síðan Start a review


Til að sjá hvaða verkefni þú ert búin(n) að meta og/eða til að vinna meira í þeim (edit) þá sérðu þau neðst í PeerMark Reviews glugganum. Til að breyta þeim smellir þú á blýantinn eða græna táknið fyrir aftan nafnið á verkefninu.