Það eru til fimm Turnitin viðbætur til að nota Turnitin Feedback Studio forritið inni í Moodle. Allir íslensku skólarnir eru að nota Direct V2 Framework og margir þeirra auk þess Plagiarism Plugin. Munurinn er að Direct V2 er Turnitin verkefnaskilahólf inni í Moodle á meðan að Plagiarism Plugin viðbótin tengist Moodle skilahólfi, sem nýtir þá alla eiginleika Moodle eins og til dæmis að vera með verkefnahópa.
Mælt er með að nota Direct V2 viðbótina í öllum einstaklingsverkefnum en Plagiarism Plugin viðbótina í hópverkefnum. Þegar þú notar V2 viðbótina getur þú nýtt þér auk þess að ritskima texta, endurgjafaverkfærin í Turnitin, matskvarða, hraðumsagnabanka og jafningjamat. Þegar þú notar Plagiarism Plugin viðbótina veitir þú endurgjöfina í gegnum Moodle og notar Turnitin viðbótina eingöngu til að ritskima texta.
Þú þarft að vita hvort skólinn þinn sé einnig með Plagiarism Plugin viðbótina eða bara Direct V2 viðbótina. Þú getur flett skólanum þínum upp hér á síðunni undir valmyndinni Stuðningur til að fá þær upplýsingar. Ef það vantar þessar upplýsingar fyrir þinn skóla þarftu að hafa samband við Turnitin Admin í þínum skóla, sem þú getur séð hver, er á sömu síðu.