Virkni | Plagiarism Framework | External Tool (LTI) |
---|---|---|
Í stuttu máli | Mælt er með því að þú notir frekar Plagiarism Framework viðbótina en það þýðir að þú ert með venjulegt Canvas verkefnskilahólf sem þú virkjar Turnitin innan. Þú notar þá Turnitin eingöngu til að ritskima textana í skilaverkefnum nemenda. Sérð samanburðarhlutfall í SpeedGrader og getur opnað skilaverkefnið í Turnitin til að sjá hvar samsvörunin liggur. Þú notar SpeedGrader í Canvas til að veita endurgjöf og getur tengt Canvas matskvarða við verkefnið. Það er þú ert að nota alla eiginleika Canvas og SpeedGrader. Turnitin er eingöngu örlítil viðbót til að fá fram samanburðarhlutfall og til að skoða hvar sá samanburður liggur. Þegar þú ert með þessa viðbót máttu alls ekki nota endurgjafatólin í Turnitin. | Til að nota þessa viðbót þarftu að sækja ytra tækið Turnitin þegar þú setur verkefnaskilahólfið upp. Ekki er mælt með að nota þessa viðbót nema að þú eigir hraðumsagnabanka í Turnitin og viljir nýta þér Turnitin matskvarða og nota Turnitin endurgjöfina. Þú getur eingöngu nýtt þessa viðbót þegar um einstaklingsverkefni er að ræða. Einkunnir fara sjálfkrafa yfir í Canvas einkunnabókina. |
Ritskimun | Já Aðgengilegt frá Turnitin inbox, Canvas SpeedGrader og einkunnabókinni í Canvas |
Já
Aðgengilegt frá Canvas SpeedGrader og einkunnabókinni |
Hópverkefni | Já | Nei |
Canvas SpeedGrader | Já
Það er ráðlagt að nota eingöngu SpeedGrader í Canvas til að gefa endurgjöf fyrir skilaverkefni. Alls ekki nota endurgjöfina í Turnitin þegar þú notar Plagiarism Framework viðbótina. |
Já Það má nota SpeedGrader endurgjöf með endurgjöf í Turnitin. Það er samt mælt með því að nota annaðhvort, þe. ekki blanda þessu saman. |
ETS sjálfvirk stafsetninga- og málfræðiskimun fyrir enskan texta | Já | Já |
Yfirferð verkefna með Turnitin endurgjafatólum | Nei | Já |
Jafningjamat í Turnitin | Nei | Já |
Canvas SpeedGrader jafningjamat | Já | Nei |
Canvas matskvarði | Já Það er mælt með því að nota Canvas matskvarða þegar Plagiarism Framework viðbótin er notuð. |
Já Það er hægt að nota Canvas matskvarða og þarf þá að setja hann á verkefnaskilahólfið áður en Turnitin ytra tólið er valið. Mælt er með að nota frekar Turnitin matskvarða með þessari viðbót. |
Turnitin matskvarði | Nei Það er hægt að nota matskvarða í Turnitin ef um einstaklingsverkefni er að ræða en það er engin tenging við Canvas og einkunnir skila sér ekki í einkunnabók. Ekki nota Turnitin matskvarðann með þessari viðbót eða endurgjöf. Notaðu SpeedGrader í Canvas. |
Já Einkunn skilar sér inn í einkunnabók Canvas. |
Margar útgáfur af sama skilaverkefni | Já Hver útgáfa er geymd og geta kennarar séð hverja útgáfu fyrir sig í SpeedGrader, samsvörun og skiladag. Endurgjöf veitt í SpeedGrader geymist með hverri útgáfu skilaverkefnisins ásamt hlutfalli samsvörunar. |
Nei. Þegar nýrri útgáfu af skilaverkefni er skilað þá skrifast það yfir fyrri útgáfuna. Ef veitt hefur verið endurgjöf á verkefni í Turnitin þá týnist sú endurgjöf. |