Hér er sýnt hvernig verkefnaskilahólf er búið til í Canvas og hvað þarf að gera í stillingum þess til að fá upp valmöguleika til að virkja Turnitin innan þess. Farið yfir helstu stillingar í Turnitin. Athugaðu að með því að nota þessa viðbót þá ertu eingöngu að nýta þér ritskimunarmöguleika Turnitin og notar því að öllu öðru leyti Canvas og SpeedGrader í Canvas fyrir endurgjöf.
Skjámyndir og textaskýringar
Þegar þú býrð til verkefni í Canvas þá þarftu að velja í Tegund skila – Á netinu og haka við Upphlaðnar skrár.
Þegar þú ert búin að gera þetta, þá færðu nýjan valmöguleika upp í stillingum á verkefniu sem heitir Skoðun á ritstuld.
Í valmöguleikanum Skoðun á ritstuld velur þú Turnitin.
Þá koma stillingar upp sem þú þarft að taka afstöðu til. Á skjámyndinni hér til hliðar sérðu algengustu stillingarnar, þe.
Store submissions in: Standard paper repository
Compare submissions against: Hafa hakað við allt, þe. nemendaritgerðir, efnisinnihald á vefsíðum og öll útgáfa eins og fræðigreinar, dagblöð, bækur og fleira.
Similarity report:
Hér er ekkert útilokað, þe. það er gerð ritskimun á heimildaskrá, beinum tilvitnunum og litlu magni samsvörunar, Þe. hægt er að stilla að taki t.d. ekki 4 orð sem koma saman.
Tvær stillingarnar þarna eru eingöngu notaðar ef er notuð enska, þe. að leyfa að ritskima samsvaranir við þýddan texta og leyfa sjálfvirka yfirverð á ETS málfræðiathugununni.