Spurt og svarað

Aðgangur að eigin vefsvæði á Turnitin.com

Allir háskólar, háskólasetur, framhaldsskólar og símenntunarmiðstöðvar geta fengið skólann sinn stofnaðan hjá Skólaneti ritskimunar.

Kennarar í skólum sem eru hluti af Skólaneti ritskimunar og hafa notað Turnitin í gegnum námsumsjónarkerfi, eru með aðgang að eigin vefsvæði á Turnitin.com. Ef kennarar hafa ekki notað námsumsjónarkerfi skólans og virkjað Turnitin viðbótina innan þess, geta þeir beðið Turnitin meistara skólans um að stofna sig.

Bara kennarar og starfsmenn skólanna fá kennaraaðgang að eigin vefsvæði á Turnitin.com.


Byrjaðu á að fara inn á https://turnitin.com. Smelltu á Login efst uppi í hægra horninu. Þá opnast sprettigluggi. Veldu þar Forgot my password, ef þú hefur ekki farið inn á þetta vefsvæði áður.

Settu inn tölvupóstfangið þitt og fylgdu leiðbeiningum.


Ef þú færð meldingu um að skóla tölvupóstsnetfangið þitt sé ekki til í kerfinu, þarftu að hafa samband við Turnitin meistarann í þínum skóla. Ef þú veist ekki hver það er, getur þú séð það með því að velja  Skólar í aðalvalmyndinni.

 

 

.

Svarið er nei. Bara kennarar og starfsmenn skólanna fá aðgang að eigin vefsvæði á Turnitin.com.


Sem nemandi getur þú notað turnitin.com ef að kennari þinn hefur virkjað Turnitin viðbót í verkefnaskilahólfi í námsumsjónarkerfi skólans eða búið námskeið til á Turnitin.com.


Öll verkefni þar sem Turnitin viðbót er notuð í námsumsjónarkerfi, eru líka aðgengilegt á Turnitin.com.


Ef kennari býr til námskeið og verkefnaskilahólf inni á vefsvæði sínu á Turnitin.com, þá þarf nemandi að fá Class ID og Enrollment key, frá kennara, til að komast inn í verkefnaskilahólfið.


Ef þú hefur skilað verkefni í námsumsjónarkerfi þá ertu líka með aðgang að námskeiðinu og verkefninu á Turnitin.com. Notar skóla tölvupóstfangið þitt og þarft að byrja á að segja Forgot my password, fylgja leiðbeiningum þar til þú ert komin(n) inn.

Þegar skólar eru með námsumsjónarkerfi og nota það þá er sjaldan eða aldrei þörf á að nýta aðganginn á vefsvæði Turnitin.com. Það er í flestum tilfellum nægjanlegt að nota námsumsjónarkerfið og þær viðbætur sem Turnitin býður upp á inni í þeim.


Mælt er með að leiðbeinendur doktorsnemenda búa til skilahólf á Turnitin.com, sem nemendur þeirra geta notað í gegnum sitt doktorsnám.

Fyrir kennara er meiri vinna að nota vefsvæði Turnitin.com en námsumsjónarkerfi. Ástæðan er að í námsumsjónarkerfinu er námskeiðið þegar til og nemendur skráðir á það. Kennari þarf því eingöngu að búa til Turnitin verkefnaskilahólf í kerfinu.


Aftur á móti þarf kennarinn að byrja á því í Turnitin.com að búa til námskeiðið og setja nemendur inn á námskeiðið áður en hann getur búið til verkefnaskilahólfið.


Þegar kennarar og nemendur nota Feedback Studio í gegnum námsumsjónarkerfi þá er ekki eins og þeir séu komnir inn í annað forrit. Þetta einfaldar flækjustig eins og að skrá sig inn og fleira. Það er nóg að skrá sig inn í námsumsjónarkerfið. Þegar vefsvæði Turnitin er notað þá þurfa notendur að skrá sig þar inn sérstaklega.


Viðmót Feedback Studio er ólíkt á milli Turnitin.com, Canvas, Moodle og Innu. Turnitin nýtir sér einhverja eiginleika sem eru fyrir hendi til dæmis bæði í Canvas og Moodle og býður því upp á meira en á vefsvæði Turnitin. Grunnstillingar eru þó ávallt þær sömu fyrir kennara þegar þeir búa til verkefnaskilahólfið og nemendur sjá endurgjöf og samsvörunarhlutfall á svipaðan hátt óháð því með hvaða kerfi Feedback Studio er notað.

Kennarar

Kennarar geta ekki lengur búið til skilahólf á vefsvæði sínu í Turnitin.com og sett þar inn verkefni frá nemendum sem eru ekki skráðir inn í námskeiðið á Turnitin.com. Þetta var hægt áður en breyttist í lok september 2023.

Ef kennari vill ritskima ritgerð nemenda sem var skilað í gegnum námsumsjónarkerfi er hægt að virkja viðbót Turnitin innan skilahólfsins (þetta er t.d. hægt með Canvas Plagiarism viðbótinni).

Kennarar í Háskóla Íslands hafa prufunema inni í hverju námskeiði í Canvas. Þeir geta því búið til auka verkefnaskilahólf og látið prufunemandann skila verkefninu inn til ritskimunar.

Ef skilaverkefni er á íslensku, þá getur Turnitin ekki greint hlutfall texta sem er skrifaður með gervigreind.

Ef skilaverkefni er á ensku þá gefur Turnitin upp hugsanlegt hlutfall texta í verkefninu sem er skrifaður með gervigreind.

Það er ekki hægt að vera viss um að þetta sé rétt. 

Nemendur

Þú verður að fá þær upplýsingar hjá þínum skóla. Það er líklegt að kennarar þínir viti þetta. 

Það eru kennarar sem virkja Turnitin viðbót þegar þeir stofna verkefnaskilahólf inni í námsumsjónarkerfinu þínu. Stillingar eru mismunandi svo þú þarft að spyrja kennara þína hverjar þær eru. Hvort þú fáir aðgang strax að samsvörun sem þú getur notað til að betrumbæta skrifin þín og skilað aftur. Einnig getur verið að kerfið sé stillt þannig að bara kennari sjái hlutfall samsvörunar.

Leiðbeinendur lokaverkefna í Háskóla Íslands​

Leiðbeinendur þurfa að passa upp á að þeir séu örugglega skráðir sem leiðbeinendur í lokaverkefnum í Uglu. Þeir eiga þá að hafa aðgang að Canvas vef lokaverkefnis og geta skoðað hlutfall samsvörunar þar inni, í samráði við nemendur sína. Virkar eingöngu fyrir þau lokaverkefni sem eru með uppsett Turnitin vinnuhólf eða/og skilahólf á Canvas vef lokaverkefnis. Vefurinn þarf að vera birtur.

 

Leiðbeinendur doktorsnema, þurfa að setja upp ritskimunarhólf á Turnitin.com fyrir sína doktorsnemendur. Ef þeim vantar aðgang eða þekkingu, geta þeir beðið um aðstoð í gegnum þjónustugáttina https://hjalp.hi.is 

Umsjónaraðilar lokaverkefna í Háskóla Íslands

Mælt er með því að umsjónaraðilar lokaverkefna seti upp Turnitin vinnuhólf og skilahólf á Canvas vef lokaverkefnisins og opni hann fyrir nemendum. 

Kerfisstjórar / Umsjónaraðilar Turnitin forritanna í skólum

Allir kerfisstjórar og þeir sem hafa með umsjón Turnitin forritanna að gera í sínum skólum, eiga að hafa fengið boð um að koma í Teams hópinn Skolaadgangur-Turnitin-meistarar.  Mælst er til þess að samskipti og umræður fari fram í gegnum þann hóp. Ef þú ert með admin að kerfinu og/eða ert með umsjónina með því í þínum skóla en ert ekki í þessum Teams hóp, sendu þá tölvupóst til Sigurbjargar, sigurbjorg@hi.is.