Það eru til tvær Turnitin viðbætur til að nota Turnitin Feedback Studio forritið inni í Canvas. Þessar viðbætur heita Plagiarism Framework og External Tool (LTI). Þú þarft að vita hvort skólinn þinn sé með báðar þessar viðbætur tengdar við Canvas eða bara aðra þeirra. Þú getur flett skólanum þínum upp hér á síðunni undir valmyndinni Stuðningur til að fá þær upplýsingar. Ef það vantar þessar upplýsingar fyrir þinn skóla þarftu að hafa samband við Turnitin Admin í þínum skóla, sem þú getur séð hver er á sömu síðu. Ef skólinn er með báðar viðbæturnar tengdar við Canvas þarft þú að vita hver munurinn á þeim er til að geta tekið meðvitaða ákvörðun um hvaða viðbót þú átt að velja að nota í hverju verkefni fyrir sig. Smelltu hér til að sjá hver munurinn er á þessum viðbótum.