fræðsluefni

Að búa til verkefnaskilahólf í canvas

með ytra verkfærinu Turnitin Skilahólf (External Tool)

Viðbótin External Tool (LTI)

Hér er sýnt hvernig verkefnaskilahólf er búið til í Canvas og hvað þarf að gera í stillingum þess til að fá upp valmöguleika til að virkja Turnitin innan þess. Farið yfir helstu stillingar í Turnitin. Athugaðu að með því að nota þessa viðbót þá ertu eingöngu að nýta þér ritskimunarmöguleika Turnitin og notar því að öllu öðru leyti Canvas og SpeedGrader í Canvas fyrir endurgjöf.

<

Skjámyndir og textaskýringar

Þegar þú býrð til verkefni í Canvas þá þarftu að velja í Tegund skila – Ytra tæki og smella svo á hnappinn Finna.

Þá opnast sprettigluggi. Þar þarftu að skrolla niður lista, smella á – Turnitin Skilahólf (External tool) og smella svo á hnappinn Velja

Þú setur inn dagsetningar fyrir hvenær nemendur sjá verkefnaskilahólfi (Start Date), Síðasta skiladag (Due Date) og svo hvenær nemendur eiga að fá endurgjöf og einkunn (Feedback Release Date).

Það þarf að ákveða stillingar fyrir verkefnaskilin.