Hlutfall samsvörunar er sýnt með litum

Eftir að verkefni hefur verið skilað inn í hólf sem Turnitin er tengt við, þá þarf forritið smá tíma til að leita að samsvörun við textann. Á meðan á þeirri leit stendur kemur grár ferhyrningur í sömu línu og nafn verkefnisins er. Í sumum námsumsjónarkerfum stendur Pending.

Þegar forritið er búið að fara yfir samsvörunina þá birtir það á þessum sama stað ferhyrning sem er með lit og prósentu.

    • Blár: 0% samsvörun, þe. engin samsvörun
    • Grænn: 1 orð til 24% af textanum sem finnst samsvörun við
    • Gulur: 25-49% af textanum sem finnst samsvörun við
    • Appelsínugulur: 50-74% sem finnst samsvörun við
    • Rauður: 75-100% sem finnst samsvörun við

Hér er sýnishorn úr Turnitin.com, þar sem má sjá að verkefni eru merkt blá, græn og gul. Hlutfall samsvörunar er fyrir framan litina.

  • Blái liturinn stendur fyrir 0% samsvörun
  • Græni liturinn stendur fyrir að hlutfall samsvörunar sé einhversstaðar á milli 1-24%
  • Rauði liturinn táknar að hlutfall samsvörunar sé einhversstaðar á milli 75-100%.

Í einkunnabók t.d. Canvas birtist þessi litur einnig þar sem sést að verkefninu hefur verið skilað.

Sýnishorn úr einkunnabók Canvas.

Prósentan hér sýnir hlutfall einkunnar miðað við 100%, þe. hefur ekkert með litinn að gera.

Hér sjást grænir og rauðir litir. það táknar að:

    • Græni liturinn stendur fyrir að hlutfall samsvörunar sé einhversstaðar á milli 1-24%
    • Rauði liturinn táknar að hlutfall samsvörunar sé einhversstaðar á milli 75-100%.
Athugaðu að þú getur lent í að ef nemandi er að skila sama verkefni í sama skilahólf, þe. ef er t.d. leiðsagnarmat eða leyfilegt að skila aftur og aftur, að nemandi getur fengið samsvörun við sjálfan sig. Kennari þarf þá að opna skjalið í Turnitin Feedback Studio og útiloka fyrri skilin. Þegar það er gert þá leiðréttist hlutfallið í skjalinu þegar er opnað í Turnitin en leiðréttingin skilar sér ekki inn í Canvas. Þar er áfram sama upphaflega samsvörunin, þe. rangt hlutfall og virðist ekkert hægt að gera í því.
 

Hér er sýnishorn úr einkunna bók úr Canvas sem sýnir að stundum kemur upphrópunarmerki í stað litar.

Upphrópunarmerkið þýðir að Turnitin getur ekki skoðað samsvörunina í skjalinu af því það er á formati sem Turnitin getur ekki lesið, td. mynd jpg, png, upptökur mp4, mp3 o.s.frv.

Ef nemandi er t.d. að skila mörgum skjölum, einu verkefni á textaformi t.d. docx og síðan 1-3 myndaskjölum þá sýnir Canvas í einkunnabókinni táknið sem á við síðustu skrána sem var skilað inn.

Þessi litir og upphrópunarmerk sjást eingöngu í einkunnabók ef Turnitin viðbótin (Plagiarism Framework) hefur verið virkjuð í stillingum verkefnaskilahólfsins.

Dæmi úr Speed Grader í Canvas, þar sem sést að þessi tiltekni nemandi hefur skilað inn einu verkefni sem pdf, þar sem kemur út 5% samsvörun (sjá græna litinn).

Síðan skilar þessi nemandi fjórum jpg fylgiskjölum.

Af því jpg var síðasta skjalið sem var sett inn þá birtist ! upphrópunarmerki í Einkunnabókinni í Canvas en ekki græni liturinn fyrir samsvörunina.

Þessi skjámynd er miðuð við að Turnitin viðbótin (Plagiarism Framework) hafi verið virkjuð í stillingum verkefnaskilahólfsins í Canvas.

Hér dæmi úr einkunnabókinni í Canvas þar sem sjást mismunandi tákn og litir fyrir aftan einkunn. Þetta sést eingöngu í einkunnabók ef Turnitin viðbótin (Plagiarism Framework) hefur verið virkjuð í stillingum verkefnaskilahólfsins.
 
  • Upphrópunin stendur fyrir að um er að ræða skjal sem Turnitin getur ekki lesið.
  • Græni liturinn táknar 1-24% samsvörun.
  • Stundaklukkan táknar að Turnitin er ekki enn búið að ritskima skjalið. Stundum gerist það og þá þarf kennarinn að finna skjalið í SpeedGrader og smella á að skila því aftur til Turnitin.
Rauði liturinn sem nær yfir reitinn er frá Canvas og táknar að ekki sé búið að skila verkefninu.
Blái liturinn táknar að verkefninu hefur verið skilað of seint.

Hér má sjá dæmi úr SpeedGrader í Canvas, þar sem Turnitin viðbótin (Plagiarism Framework) er virkjuð í verkefnaskilahólfi Canvas.

Þetta verkefni sem nemendur hafa skilað inn, hefur ekki tekist að ritskima. Þessvegna birtist mynd af skeiðklukku.

Kennarinn þarf því að smella hér á hnappinn Skila aftur til Turnitin.

Hér má sjá dæmi úr SpeedGrader í Canvas, þar sem Turnitin viðbótin (Plagiarism Framework) er virkjuð í verkefnaskilahólfi Canvas.

Á þessari skjámynd má sjá að það er skrítin ending á þessu skjali sem nemandi hefur skilað inn. Er með dotx endingu.

Þarna þarf kennarinn að biðja nemandann um að vista skjalið með réttri skráarendingu og skila inn aftur. Það þarf þá að vera opið fyrir hólfið dagsetningin og leyfilegt að skila fleiri en einu eintaki af skjali.

Skráarendingarnar sem Turnitin getur ritskimað er hægt að sjá á vefslóðinni: https://help.turnitin.com/feedback-studio/canvas/lti/instructor/submitting-papers/file-types-and-size.htm