Munurinn á dagsetningum í Innu og Turnitin

Inna (íslenska) Inna (enska) Turnitin
Feedback Studio
Dagsetningin Birtist (e. Display date) í Innu segir til um hvenær nemendur sjá verkefnið. Þessi dagsetning er ekki til í Turnitin. Það þýðir að ef kennari eða nemendur fara inn í námskeiðið í gegnum Turnitin.com þá sjá þeir ekki verkefnið þar. Birtist Display date Ekki til
Dagurinn þegar nemendur geta byrjað að skila verkefninu bæði í Innu og Turnitin. Í Turnitin.com er þetta líka dagurinn sem nemendur sjá verkefnið í fyrsta sinn. Þessi opnunardagsetning (opening date) í Innu skilar sér inn í Start date í Turnitin. Opnunardagsetning Opening date Start Date
Skiladagur verkefnis, þe. síðasti dagurinn til að skila verkefninu. Virkar eins í Innu og Turnitin. Þ.e. Skiladagsetning (Hand in date) í Innu skilar sér í Due date í Turnitin. Skiladagsetning Hand in date Due Date

Ef að kennarar nota endurgjafaverkfærin í Turnitin þá vilja þeir að nemendur fái aðgang að endurgjöfinni á ákveðnum degi. Þessi dagur heitir Post Date eða Feedback Release Date í Turnitin en athugaðu að Inna er ekki með þessa dagsetningu.

Það þýðir að Inna býður kennurum ekki upp á að setja inn dagsetningu um hvenær nemendur eiga að geta séð endurgjöfina inni í Turnitin.

Það sem gerist er að: Inna setur í Post Date eða Feedback Release Date í Turnitin, dagsetningu sem er einum mánuði eftir skiladagsetninguna á verkefninu.

Eina leiðin fyrir kennara til að breyta þessari dagsetningu (hvaða dag nemendur geta séð endurgjöfina) er að gera það í gegnum https://turnitin.com.

Allir kennarar sem hafa stofnað verkefni í Innu og tengt Turnitin við það eiga aðgang að Turnitin.com og geta skráð sig þar inn. Þeir þurfa líklega að velja í fyrsta skiptið Forgot my password og setja inn nýtt lykilorð. Finna námskeiðið sitt og verkefnið sem þeir vilja breyta dagsetningunni á. Fara í stillingar á því og breyta Post date. Í framhaldi af því geta nemendur séð endurgjöfina sem kennarar veittu í gegnum Turnitin innan Innunnar.

Ekki til Ekki til Post Date eða Feedback Release Date