Útiloka samsvörun við texta sem er kominn í gagnagrunn Turnitin



Það kemur fyrir að það þarf að útiloka (e. exclude) samsvörun við texta sem er kominn í gagnagrunn Turnitin. Þetta getur verið lokaverkefni, bakkalár- eða meistaraverkefni, sem nemandi náði ekki að ljúka á fyrri önn en nýtti sér að ritskima texta í Feedback Studio.

Stundum eru tveir eða fleiri nemendur að vinna saman og kennarar láta þá skila sama eintaki. Þá þarf að útiloka verkefni hinna svo ekki komi samsvörun við það.

Eftir að nemandi hefur skilað inn verkefninu er hægt að sjá hvar samsvörunin liggur, skoða hvort ekki sé örugglega um að ræða þann texta sem á að útiloka og síðan að útiloka að það finnist samsvörun við hann.

Nemandi getur skilað inn nýrri útgáfu en á meðan að skilað er inn í sama Turnitin hólfið þá kemur ekki fram samsvörunin við það verkefni sem búið er að útiloka.

Strax og verkefninu er skilað inn í annað Turnitin hólf þá myndi koma samsvörun við textann. Útilokun texta gildir því aðeins innan þess Turnitin skilahólfs sem aðgerðin er framkvæmd í.

Þessi aðgerð hreinsar ekki út textann úr gagnagrunni Turnitin. Hún byggir eingöngu á að á meðan að nemandi notar eitthvað ákveðið skilahólf að þá kemur ekki samsvörunin við þá texta sem búið er að útiloka.