ritskimun lokaverkefna

Fræðsla á deildarfundi Sagnfræði- og heimspekideildar um það hvernig hægt er að nota forritið Feedback Studio frá Turnitin inni í Canvas. Miðað er við að notuð sé Turnitin viðbótin við Canvas sem heitir Plagiarism Framework.

Lýsing:
Kynning á hvernig er hægt að nota námsumsjónarkerfið Canvas fyrir lokaverkefni, vera með upplýsingar fyrir nemendur ásamt Canvas/Turnitin verkefnaskilahólfi til að ritskima texta og veita endurgjöf. 

Hæfniviðmið:
Eftir fræðsluna eiga þátttakendur að geta:

  • Spjallað um hvernig hægt er að nýta Canvas námsumsjónarkerfið til að halda utan um upplýsingar til nemenda, verkefnaskilahólf og endurgjöf.
  • Virkjað Turnitin viðbótina Plagiarism Framework inni í Canvas skilahólfi.
  • Ritskimað lokaverkefni í Turnitin Feedback Studio.
  • Veitt endurgjöf með SpeedGrader í Canvas.