Ég fór til Akureyrar 22. maí 2018 og hitti þar tvær frábærar Turnitin konur. Önnur þeirra Astrid Margrét Magnúsdóttir sér um aðgangsstýringu Turnitin í Háskólanum á Akureyri (HA) og hún ásamt Sigríði Ástu Björnsdóttur sjá um að kynna Turnitin fyrir kennurum og aðstoða bæði kennara og nemendur við að nota forritið. Þær hafa verið með nokkrar kynningar í Menntabúðum sem eru haldnar reglulega í HA af Kennslumiðstöðinni og Bókasafns- og upplýsingaþjónustunni. Þær hafa auk þess staðið fyrir námskeiðum í Turnitin sem kennarar skólans hafa haldið.
Í HA hefur verið lögð áhersla á að kennarar nýti sér endurgjafahluta Turnitin. Hæsta hlutfall notkunar á endurgjafahluta forritsins frá 2012 til og með 2017 er 27% skilaðra verkefna og það er HA sem á það.
Öflugt kynningarstarf, fræðsla og stuðningur þeirra Astrid Margrétar og Sigríðar Ástu virðist því vera að skila sér í meiri nýtingu á endurgjafarhluta Turnitin.