Skjámynd af nýjustu vöfrunum 12. ágúst 2018 af vefsíðunni https://updatemybrowser.org/

Ertu örugglega með nýjustu útgáfuna af vafranum þínum?

In Kennarar, Nemendur, Stjórnendur by Sigurbjörg Jóhannesdóttir

Uppfærðu vafrann þinn og undirbúðu þig fyrir nýjustu öryggisuppfærsluna af Transport Layer Security (TLS) nr. 1.2, sem Turnitin notar til að tryggja öruggan flutning á gögnum milli tölvunnar þinnar og tölvuþjóna Turnitin.

Turnitin ætlar að fjarlægja allan stuðning við eldri útgáfur af TLS (útgáfur 1.0 og 1.1.) 31. desember 2018. Til að þú lendir ekki í vandræðum með að nota Turnitin þarftu að vera með nýjustu útgáfu af vafra. Fyrir utan Turnitin þá er alltaf gott að uppfæra strax í nýjustu útgáfur af vöfrum.

Til að athuga með þinn vafra opnaðu þá Updatemybrowser vefsíðuna, þar sem þú færð að vita hvort þú sért með nýjustu útgáfuna af vafranum uppsettan eða ekki.