Upptaka af fyrirlestri frá 15. maí 2018 um það hvernig forritin Turnitin og Canvas styðja hvort við annað við yfirferð verkefna frá nemendum, bæði einstaklingsverkefnum og hópverkefnum.
Í hópverkefnum er Canvas notað til að setja upp hópana og svo er hægt að velja með einu haki Turnitin og á einni síðu þær stillingar fyrir verkefnið sem kennari vill nota.
Forritin vinna í raun saman núna og þú getur nýtt þér styrkleika hvors forrits fyrir sig við yfirferðina á verkefnum, til dæmis skoðað samanburð á texta með ritstuldarvarnarhluta Turnitin og notað hraðeinkunnagjöfina (e. speedgrader) frá Canvas.
Upptakan er 53 mínútur. Mælt er með því að kennarar Háskólans í Reykjavík skoði upptökuna og þeir skólar sem eru að huga að því að taka upp Canvas kerfið. Það þarf að skrá sig inn og gefa upp netfang til að geta séð upptökuna.